Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 30. desember 2017 13:30
Kristófer Jónsson
Puel útskýrir afhverju Musa spilar svona lítið
Mynd: Getty Images
Ahmed Musa, leikmaður Leicester, hefur ekki verið inní myndinni hjá Claude Puel, stjóra liðsins, síðan að hann tók við.

Puel vill hins vegar ekki missa Nígeríumanninn og segir hann ennþá vera í plönum sínum.

„Við viljum ekki missa Musa þar sem að hann er góður leikmaður. En það er mikil samkeppni í liðinu og erfitt fyrir mig að breyta liðinu þegar að menn standa sig vel." sagði Puel aðspurður um Musa.

„Fyrir mér er hann ekki framherji heldur kantmaður sem getur spilað báðum meginn. En í þeim stöðum erum við með Albrighton, Mahrez og Gray og því mikil samkeppni." sagði Puel að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner