Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. desember 2017 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vrenna vildi tvær vítaspyrnur gegn Napoli
Mynd: Getty Images
Raffaele Vrenna, einn af stjórnendum Crotone, er brjálaður yfir því að sínir menn hafi ekki fengið vítaspyrnu gegn Napoli í gær.

Crotone fékk topplið Napoli í heimsókn og gerði Marek Hamsik eina mark leiksins.

„Því miður skil ég stundum ekki hvernig myndbandstæknin virkar. Það er fáránlegt að svona augljós vítaspyrna hafi ekki verið gefin," sagði Vrenna við Mediaset Premium.

„Það eru tvö stór atvik í leiknum sem hann klúðrar. Fyrst þegar boltinn fer í höndina á Mertens og svo þegar það er brotið á Federico Ceccherini á síðustu mínútu leiksins."

Myndbandstækni var notuð í báðum atvikunum sem um ræðir. Fyrst fékk Dries Mertens, sóknarmaður Napoli, boltann í höndina á sér í hornspyrnu Napoli. Hönd Mertens var uppvið líkamann og því ekki vítaspyrna. Í öðru atvikinu féll Ceccherini innan vítateigs í uppbótartíma, en við nánari skoðun var það í raun hann sjálfur sem var brotlegur.

„Ég skil ekki hvers vegna við fengum ekki vítaspyrnu, þetta tap skilur eftir súrt bragð."
Athugasemdir
banner
banner
banner