Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. desember 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætla að verða fyrsta konan til að vinna úrvalsdeild karla
Victoria Conteh er tekin við karlaliði í úrvalsdeild Síerra Leóne.
Victoria Conteh er tekin við karlaliði í úrvalsdeild Síerra Leóne.
Mynd: BBC
Draumur Victoriu er einn daginn að þjálfa karlalandslið Síerra Leóne. Þar er Kwame Quee á meðal leikmanna.
Draumur Victoriu er einn daginn að þjálfa karlalandslið Síerra Leóne. Þar er Kwame Quee á meðal leikmanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Victoria Conteh er fyrsta konan til þess að vera ráðin þjálfari hjá félagi í úrvalsdeild karla í Síerra Leóne.

Hún hefur verið ráðin sem þjálfari East End Tigers á tveggja ára samningi. Eigandi félagsins segir hana hæfa í starfið og það sé það sem skiptir máli.

Hin 45 ára gamla Conteh er önnur konan til þess að stýra karlaliði í efstu deild í Afríku. Meseret Manni stýrði Dire Dawa í Eþíópíu árið 2015.

„Þetta á ekki að snúast um karla eða konur, þetta á að snúast um hver er hæf í starfið," sagði Victor Lewis, eigandi East End Tigers við BBC Sport.

Conteh hefur áður þjálfað U20 landslið kvenna hjá Síerra Leóne, en hún þekkir einnig til í fótbolta karla. Hún var bráðabirgðaþjálfari hjá Delta Strikers í B-deild karla.

„Þetta er óvænt jólagjöf vegna þess að ég bjóst ekki við þessu," sagði Conteh. „Ég er staðráðin í að gera vel."

Deildin í Síerra Leóne er nýhafin, en East End Tigers hafnaði í níunda sæti á síðasta tímabili. Conteh er nú þegar búin að stýra einum leik, gegn Kallon FC, og endaði hann 1-1.

East End Tigers hefur aldrei unnið deildina, en Conteh stefnir á að breyta því.

„Mitt markmð er að verða fyrsta konan til þess að stýra liði til sigurs í úrvalsdeild karla. Ég er staðráðin í að gera það sem sumir karlaþjálfarar geta ekki gert."

Hún segir að draumurinn sé einn daginn að þjálfa karlalandsliðið í Síerra Leóne.
Athugasemdir
banner
banner
banner