Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 30. desember 2019 23:06
Brynjar Ingi Erluson
Arteta vill fá Upamecano frá Leipzig í janúar
Dayot Upamecano er líklega á förum frá Leipzig
Dayot Upamecano er líklega á förum frá Leipzig
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal á Englandi, vill fá franska varnarmanninn Dayot Upamecano frá RB Leipzig í janúarglugganum en Mirror greinir frá.

Arteta tók við Arsenal á dögunum en hann var áður í þjálfaraliði Pep Guardiola hjá Manchester City.

Hann ætlar að styrkja hópinn í janúar og er ljóst að þörf er á styrkingu í vörninni en hann er þar með öflugan leikmann á listanum sem á aðeins eitt og hálft ár eftir af samningi sínum hjá Leipzig.

Upamecano er efstur á listanum en Arteta er vongóður um að fá hann í janúar.

Franski varnarmaðurinn hefur verið í lykilhlutverki í liði Leipzig og er eftirsóttur af stærstu liðum Evrópu.

Arsenal keypti þá William Saliba frá St. Etienne í sumar en félagið lánaði hann aftur til Frakklands út þessa leiktíð. Arteta gæti reynt að kalla hann til baka en talið er þó líklegt að félagið þarf að greiða fyrir það.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner