Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 30. desember 2019 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta vill halda í Xhaka: Vona að hann fari ekki
Xhaka í leik með Arsenal.
Xhaka í leik með Arsenal.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, vill halda miðjumanninum Granit Xhaka hjá félaginu. Þetta sagði hann á blaðamannafundi eftir 2-1 tap gegn Chelsea í gær.

Sagt var frá því í síðustu viku að Xhaka væri búinn að biðja um sölu frá Arsenal eftir stormasamt samband við félagið og stuðningsmenn.

Xhaka var fyrirliði Arsenal þegar tímabilið hófst í haust en hluti stuðningsmanna var ekki sáttur með hans framlag og byrjuðu nokkrir einstaklingar að senda ljót skilaboð á hann og fjölskyldu hans.

Mælirinn hjá Xhaka var alveg að fyllast þegar hann var tekinn útaf í 2-2 jafntefli gegn Crystal Palace. Stuðningsmenn bauluðu á fyrirliðann sinn er hann labbaði af velli og brást Xhaka illa við. Fyrirliðabandið var tekið af honum og fékk hann ekki að spila næstu leiki.

Umboðsmaður hans segir hann vera búinn að ná samkomulagi við Hertha Berlín í Þýskalandi.

Xhaka var ekki með í 2-1 tapinu gegn Chelsea í gær og sagði Arteta það vera vegna veikinda.

Arteta sagði einnig: „Ég vona að hann fari ekki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner