Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. desember 2019 17:22
Elvar Geir Magnússon
Fiorentina segist ekki hafa áhuga á Sverri
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daniele Prade, yfirmaður íþróttamála hjá ítalska A-deildarliðinu Fiorentina, segir það rangt að félagið hafi áhuga á varnarmanninum Sverri Inga Ingasyni.

Fjölmiðlar í Grikklandi greindu frá því í fyrradag að Fiorentina hafi lagt fram 4,5 milljóna evra tilboð í Sverri Inga en Prade segir það ekki satt.

Það var gríski fjölmiðilinn Sport24 sem náði tali af Prade en Íslendingavaktin greindi frá.

Sverrir er 26 ára miðvörður en hann hefur skorað fjögur mörk í ellefu leikjum fyrir gríska liðið PAOK á tímabilinu. Hann byrjaði tímabilið sem varamaður en hefur unnið sér inn fast sæti með góðri spilamennsku.

PAOK er með tveggja stiga forystu á toppi grísku deildarinnar.

Í samningi Sverris hjá PAOK er riftunarákvæði sem hljóðar upp á 20 milljónir evra. Til greina kæmi að selja hann ef að minnsta kosti 10 milljóna evra tilboð bærist, samkvæmt fjölmiðlum í Grikklandi.
Athugasemdir
banner
banner