Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. desember 2019 09:30
Elvar Geir Magnússon
Haaland hafnaði tilboði Man Utd
Powerade
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Upamecano í enska boltann?
Upamecano í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Haaland, Bony, Lemar, Lamptey og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Manchester United gerði Erling Braut Haaland (19) stærsta samningstilboðið en norski sóknarmaðurinn ákvað að velja Borussia Dortmund til að halda áfram að þróast sem leikmaður. (Independent)

Wilfried Bony (31), fyrrum sóknarmaður Manchester City og Swansea, segist vilja snúa aftur til félags í Championship-deildinni. (Telegraph)

Frank Lampard segir að félagið sé í viðræðum við hægri bakvörðinn Tariq Lamptey (19) um nýjan samning. Lamptey, sem spilaði sinn fyrsta úrvalsdeildarleik í gær, er bundinn út tímabilið. (Goal)

Arsenal þarf að opna veskið rausnarlega til að sannfæra Atletico Madrid um að selja franska miðjumanninn Thomas Lemar (24) í janúarglugganum. (AS)

Barcelona mun aðeins reyna að kaupa brasilíska framherjann Neymar (27) aftur til félagsins þegar Lionel Messi (32) mun endanlega ákveða að yfirgefa félagið. (Sport)

Arsenal og Tottenham eru tilbúin að borga 50 milljónir punda til að kaupa franska miðvörðinn Dayot Upamecano (21) frá RB Leipzig en gætu fengið samkeppni frá Manchester City. (Daily Star)

Newcastle ætlar að bjóða Jonjo Shelvey (27) nýjan samning en hann er í dag bundinn til 2021. (Chronicle)

Manchester United hefur áhuga á miðjumanninum Jude Bellingham (16) hjá Birmingham City. (Sun)

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, segist hafa haft áhuga á Dominic Calvert-Lewin (22) þegar hann var hjá fyrrum félögum. (Liverpool Echo)

Fiorentina gæti rift lánssamningi alsírska vængmannsins Rachid Ghezzal (27) sem er hjá félaginu frá Leicester. Atalanta hefur áhuga á að fá leikmanninn. (La Gazzetta dello Sport)

Steve Bruce, stjóri Newcastle, segir að hann muni ekki gera nein janúarkaup þrátt fyrir meiðslavandræði félagsins. (Mail)

Atletico Madrid gæti reynt að fá Cedric Bakambu (28) sóknarmann Beijing Guoan, ef félagið getur ekki fengið Edinson Cavani (32) frá Paris St-Germain. (Mundo Deportivo)

Real Madrid mun ekki leyfa Kólumbíumanninum James Rodriguez (28) að fara í janúar. (AS)

Phil Parkinson, stjóri Sunderland, hefur staðfest að félagið sé að fylgjast með sóknarmanninum Antoine Semenyo (19) hjá Bristol City. (Chronicle)

Stoke og Huddersfield hafa áhuga á sóknarleikmanninum Chris Willock (21) sem er á láni hjá West Brom frá Benfica í Portúgal. (Mail)

Tyrkneski miðjumaðurinn Arda Turan (33) vonast til að ljúka ferlinum með Galatasaray, þrátt fyrir að vera á láni hjá Istanbul Basaksehir frá Barcelona. (AS)

Cristiano Ronaldo (34) hyggst verða leikari þegar hann hættir í boltanum. (Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner