Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. desember 2019 14:52
Elvar Geir Magnússon
Janúarverkefni Íslands staðfest - Tveir leikir í Bandaríkjunum
Icelandair
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands.
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið leikur tvo vináttulandsleiki í Bandaríkjunum í janúar, nánar tiltekið í Los Angeles.

Leikið verður gegn Kanada 15. janúar og svo gegn El Salvador 19. janúar.

Ekki er um opinbera landsleikjadaga að ræða og því ljóst að Erik Hamren og Freyr Alexandersson geta ekki fengið alla þá leikmenn sem þeir vilja í verkefnið.

Íslenski hópurinn verður skipaður blöndu af reynslumiklum leikmönnum og yngri mönnum. Hópurinn verður opinberaður síðar í dag.

Íslenski hópurinn æfir á svæði La Galaxy. Ísland mætir Kanda á Championship Soccer Stadium í Orange County. Leikurinn gegn El Salvador fer síðan fram á Dignity Health Sports Park í Carson.

Verkefnið er liður í undirbúningi fyrir umspilsleiki Íslands í mars. Ísland mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli 26. mars og sigurliðið mun svo mæta Búlgaríu eða Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á EM 2020.
Athugasemdir
banner
banner