Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. desember 2019 20:57
Brynjar Ingi Erluson
Juventus eltist við sænskan landsliðsmann
Dejan Kulusevski í leik með Parma á tímabilinu
Dejan Kulusevski í leik með Parma á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Juventus er nálægt því að ganga frá kaupum á sænska landsliðsmanninum Dejan Kulusevski. Þetta kemur fram á Sky Italia.

Kulusevski er aðeins 19 ára gamall en hann er samningsbundinn Atalanta. Hann er nú á láni hjá Parma og hefur staðið sig vel á leiktíðinni.

Hann er með fjögur mörk og sjö stoðsendingar í sautján leikjum með Parma og hefur vakið áhuga stærstu liða Ítalíu.

Samkvæmt Sky Italia er Juventus nálægt því að ganga frá kaupum á honum en Atalanta vill 40 milljónir evra. Hann hefur þegar komist að samkomulagi við Juventus en félögin eiga eftir að semja um verð.

Kulusevski verður þó áfram á láni hjá Parma út leiktíðina og mun formlega ganga til liðs við Juventus næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner