Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 30. desember 2019 17:28
Elvar Geir Magnússon
Ögmundur gerir nýjan samning
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson hef­ur kom­ist að sam­komu­lagi við gríska liðið AE Larissa um nýj­an samn­ing til þriggja ára.

Grískir fjölmiðlar greina frá þessu en ögmundur er lykilmaður hjá Larissa og var valinn leikmaður tímabilsins hjá félaginu á síðasta tímabili.

Á þessu ári var Ögmundur orðaður við tyrkneska úrvalsdeildarfélagið Kayserispor og skoska úrvalsdeildarfélagið Rangers. Þá kom hann til greina hjá gríska stórliðinu Olympiakos þegar það var í leit að nýjum markmanni.

Ögmundur er þrítugur og á fimmtán landsleiki fyrir Ísland. Hann gekk í raðir Larissa á síðasta ári en liðið er í fimmta sæti grísku úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner