mán 30. desember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pedro til New York eða Miami?
Pedro hefur leikið með Chelsea frá 2015.
Pedro hefur leikið með Chelsea frá 2015.
Mynd: Getty Images
Nizaar Kinsella, sem skrifar um Chelsea fyrir Goal.com, segir að félög í MLS-deildinni hafi áhuga á spænska kantmanninum Pedro Rodriguez.

Kinsella nefnir New York City FC og Inter Miami, en síðarnefnda félagið er í eigu David Beckham og leikur í fyrsta sinn í MLS á næsta ári.

Hinn 32 ára gamli Pedro á aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum hjá Chelsea, en hann hefur aðeins byrjað sex leiki í öllum keppnum á þessu tímabili. Hann var ekki í hóp gegn Arsenal í gær.

Hann gekk í raðir félagsins árið 2015 frá Barcelona og talaði nýlega um að hann vildi snúa aftur til Barcelona.

Pedro gæti verið á förum í janúar líkt og franski sóknarmaðurinn Olivier Giroud. Þá gæti Chelsea bætti við sig framherja í staðinn. Jadon Sancho (Dortmund), Wilfried Zaha (Crystal Palace) og Samuel Chukwueze (Villarreal) hafa verið orðaðir við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner