mán 30. desember 2019 10:25
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo með 100 milljóna króna skartgripi á vinstri hendi
CR7.
CR7.
Mynd: Twitter
Cristiano Ronaldo var heiðraður á ráðstefnu í Dubai um helgina en athygli vakti að á vinstri hendinni einni var hann með skartgripi sem eru metnir á yfir 100 milljónir íslenskra króna.

Rolex GMT-Master Ice úrið er þar veðmætast en það kostar um 60,5 milljónir. Þá var hann með tvo hringi.

Cristiano Ronaldo verður 35 ára í febrúar en hann er enn meðal bestu leikmanna heims og setur stefnuna á að reyna að vinna Meistaradeildina með Juventus.

Á ráðstefnunni í Dubai var hann spurður að því hvað hann hyggðist gera eftir ferilinn en þar vakti athygli að hann sagðist hafa áhuga á því að leika í kvikmyndum í framtíðinni. Leiklist hefði alltaf heillað sig.
Athugasemdir
banner
banner
banner