Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 30. desember 2019 13:48
Elvar Geir Magnússon
Swansea ræðir við Liverpool um að fá Brewster
Rhian Brewster.
Rhian Brewster.
Mynd: Getty Images
Swansea er í viðræðum við Liverpool um að fá Rhian Brewster lánaðan út tímabilið.

Fleiri félög í Championship-deildinni hafa áhuga á þessum 19 ára sóknarmanni.

Steve Cooper, stjóri Swansea, þekkir Brewster vel en hann þjálfaði hann hjá U17 landsliði ársins.

Brewster hefur aðeins spilað tvo leiki fyrir aðallið Liverpool á þessu tímabili, báða í deildabikarnum.

Aðrir ungir sóknarmenn; Curtis Jones og Harvey Elliott, virðast líklegri til að fá mínútur frá Jurgen Klopp sem stendur.

Swansea er í níunda sæti ensku Championship-deildarinnar, aðeins stigi frá úrslitakeppnissæti.
Athugasemdir
banner
banner