Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. desember 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag ekki leyft að fara frá Ajax
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
Marc Overmars, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax, segir að knattspyrnustjóranum Erik ten Hag verði ekki hleypt frá félaginu næsta sumar.

Hinn 49 ára gamli Ten Hag hefur verið orðaður við nokkur stór félög eftir að honum tókst að koma Ajax í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Auk þess vann hann tvennuna í Hollandi með félaginu.

Hann hefur verið sterklega orðaður við þýska stórveldið Bayern München eftir að Niko Kovac var rekinn. Hansi Flick stýrir Bayern nú til bráðabirgða út leiktíðina.

Bayern gæti reynt við Ten Hag næsta sumar, en Overmars segir að það komi ekki til greina að leyfa stjóranum að fara.

„Ég er svo sannarlega ekki tilbúinn að leyfa honum að fara strax," sagði Overmars við De Telegraaf. „Ég veit að hann er á óskalista hjá stórum félögum í Evrópu, en dyrnar eru lokaðar."

Ajax er á toppnum í hollensku úrvalsdeildinni með þriggja stiga forystu á Íslendingalið AZ Alkmaar.
Athugasemdir
banner