Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. desember 2019 13:15
Elvar Geir Magnússon
Þarf að þagga niður í efasemdarröddum
David Moyes er mættur aftur til West Ham.
David Moyes er mættur aftur til West Ham.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn West Ham hoppuðu ekki hæð sína af kæti þegar David Moyes var kynntur sem nýr stjóri. Hann á verk að vinna til að þagga niður í efasemdarröddum.

Þetta segir íþróttafréttamaðurinn Phil McNulty hjá BBC.

„Þegar Moyes var orðaður við endurkomu til Everton voru viðbrögð stuðningsmanna liðsins eldfim og fengu stjórnarmenn til að hugsa málið. Moyes var nálægt því að fá það starf áður en Carlo Ancelotti var rekinn frá Napoli," segir McNulty.

„Moyes gerði flotta hluti hjá Everton þó hann hafi ekki náð að vinna titil á ellefu árum. En margir líta á að hann sé útbrunninn."

„Þetta viðhorf endurspeglast hjá stuðningsmönnum West Ham, þrátt fyrir að hann hafi gert fína hluti með liðið með því að koma liðinu úr fallsæti upp í þrettánda sæti," segir McNulty.

„En Moyes á verk að vinna til að endurheimta sitt orðspor. Það eru margir stuðningsmenn West Ham sem efast og hans bíður erfitt verkefni að vinna þá á sitt band."
Athugasemdir
banner
banner