Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 30. desember 2019 14:17
Elvar Geir Magnússon
Umboðsmaður Gedson Fernandes fundar með Man Utd
Gedson Fernandes.
Gedson Fernandes.
Mynd: Getty Images
Manchester United er sagt vera að reyna að fá miðjumanninn Gedson Fernandes frá Benfica í janúar.

Sky Sports segir að umboðsmaður leikmannsins hafi verið á Bretlandi á dögunum til að funda með United.

Fernandes er tvítugur og er uppalinn hjá Benfica. Hann hefur ekki spilað síðustu leiki liðsins en portúgalskir fjölmiðlar segja að hann hafi lent í deilum við stjóra liðsins, Bruno Lage.

Ole Gunnar Solskjær hefur talað um að hann vili styrkja miðsvæðið hjá sínu liði.

Í slúðurpakkanum í morgun var sagt að United hefði áhuga á sextán ára miðjumanni Birmingham, Jude Bellingham.

Mike Phelan, stjóri United, horfði á Bellingham í leik gegn West Brom fyrr í þessum mánuði. Sagt er að Bayern München sé einnig að fylgjast með leikmanninum.
Athugasemdir
banner
banner