Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 30. desember 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wan-Bissaka: Vil ekki að neitt fari fram hjá mér
Aaron Wan-Bissaka.
Aaron Wan-Bissaka.
Mynd: Getty Images
Aaron Wan-Bissaka hefur átt fínu gengi að fagna sem leikmaður Manchester United á þessari leiktíð. Hann var keyptur frá Crystal Palace fyrir um 50 milljónir punda síðasta sumar.

Wan-Bissaka er stórkostlegur varnarlega, en hefur enn mikið svigrúm til að bæta sig sóknarlega.

Hann var á dögunum í viðtali við Daily Mail þar sem hann talaði um það þegar hann fór úr því að vera kantmaður í að verða bakvörður.

„Breytingin hefur ekki verið rosaleg fyrir mig. Ég var alltaf með varnarhugarfar þegar ég var sóknarmaður," sagði Wan-Bissaka við Daily Mail.

„Ég elskaði að tækla. Þegar ég spilaði hægri kant þá komust vinstri kantmennirnir fram hjá hægri bakverðinum og ég hljóp til baka til að vinna boltann aftur. Þannig byrjaði það allt saman."

„Vegna þess að ég hef verið kantmaður þá veit ég hvernig á að hugsa. Ég vil ekki að neitt fari fram hjá mér. Ekki neitt. Ég vil halda því þannig."

Hann segir að Raheem Sterling, kantmaður Manchester City, sé erfiðasti andstæðingur sinn. Wan-Bissaka átti stórkostlegan leik gegn City á Etihad-vellinum fyrr í þessum mánuði og hélt Sterling í skefjum.

„Ég vissi að það yrði langur leikur gegn honum. Hann er einn besti kantmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni og ég vissi að ég yrði að eiga góðan leik. Hann er örugglega fljótari en ég og ég varð því að halda einbeitingu og beita mér af fullum krafti."

„Var þetta minn erfiðasti bardagi á ferlinum? Já, en síðan ég spilaði minn fyrsta leik með Crystal Palace þá hafa allir kantmenn reynst erfiðir," sagði Wan-Bissaka.

Wan-Bissaka var hvíldur gegn Burnley á laugardag, en hann mun væntanlega snúa aftur í byrjunarlið United gegn Arsenal á nýársdag.
Athugasemdir
banner
banner
banner