Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 30. desember 2020 15:42
Elvar Geir Magnússon
Áhorfendabann í Liverpool
Fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool.
Fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool.
Mynd: Getty Images
Liverpool og Everton mega ekki taka lengur á móti áhorfendum á Anfield og Goodison Park.

Liverpoolborg hefur verið sett í þriðja flokk yfir sóttvarnarreglur á Bretlandseyjum.

Þessi tvö félög voru þau einu sem máttu hleypa inn takmörkuðum fjölda áhorfenda (2 þúsund manns) en þurfa nú einnig að spila bak við luktar dyr.

Bretum hefur gengið illa að halda Covid-19 faraldrinum í skefjum og þremur úrvalsdeildarleikjum í þessum mánuði hefur verið frestað, síðast leik Tottenham og Fulham sem átti að vera í kvöld.

Sam Allardyce, stjóri West Brom, vill að hlé verði gert á deildinni vegna ástandsins. Enska úrvalsdeildin segir að ekkert hafi verið rætt um að gera hlé á keppni og stefnan sé að halda leik áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner