Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 30. desember 2020 14:25
Elvar Geir Magnússon
Býst við að Sancho snúi aftur til Englands á nýju ári
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano býst við því að Jadon Sancho yfirgefi Borussia Dortmund næsta sumar og mæti í ensku úrvalsdeildina.

Manchester United reyndi síðasta sumar að fá þennan tvítuga enska landsliðsmann en án árangurs.

„Ég reikna með því að Jadon Sancho yfirgefi Dortmund næsta sumar," segir Romano.

„Hann var einu skrefi frá því að fara til Manchester United á 100 milljónir evra síðasta sumar en áætlanir Borussia Dortmund breyttust. Manchester United var með samkomulag við leikmanninn og umboðsmenn hans en þetta rann út í sandinn á síðustu stundu."

„Ég býst við því að Jadon Sancho snúi aftur í ensku úrvalsdeildina næsta sumar. Manchester United gæti boðið yfir 100 milljónir punda en mögulegt er að önnur félög blandi sér í baráttuna. Ég tel að Liverpool, Chelsea og fleiri félög séu að fylgjast með stöðu mála hjá Jadon Sancho. Kapphlaupið er opið á þessu stigi."
Athugasemdir
banner
banner