Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 30. desember 2020 13:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Tilfinningin er að hann viti miklu meira en flestir þjálfarar"
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Hafsteinsson.
Daníel Hafsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann og Addi [Arnar Þór Viðarsson] eru flott teymi og ég treysti þeim fyrir því að gera flotta hluti með aðalliðið."

Eiður Smár Guðjohnsen var ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðsins á dögunum. Hann verður þar í teymi með Arnari Þór Viðarssyni. Þeir hafa saman stýrt U-21 árs landsliðinu frá því undankeppni fyrir EM2021 hófst.

Daníel Hafsteinsson ræddi við Fótbolta.net um tímabilið í ár og tímabilið framundan í viðtali sem birtist fyrr í dag.

Sjá einnig:
Daníel: Fyrsta sinn sem ég hef verið 'shame-aður' fyrir atgervi mitt

Daníel lék hjá FH í sumar og Eiður Smári tók við liðinu ásamt Loga Ólafssyni snemma á tímabilinu. Daníel var spurður út í þjálfarann Eið en Eiður þjálfaði Daníel einnig í U-21 landsliðinu.

Hvað geturu sagt um Eið Smára sem þjálfara?

„Mér finnst hann algjörlega frábær þjálfari. Hann er mjög yfirvegaður og tilfinningin er að hann viti miklu meira en flestir þjálfarar."

„Með fullri virðingu fyrir öðrum þjálfurum sem ég hef verið með þá náði hann að kenna mér svo ótrúlega mikið á svo stuttum tíma."

„Hann býr yfir mikilli þekkingu frá sínum ferli, þó hann sé frekar nýbyrjaður sem þjálfari, án þess þó að ég sleiki hann neitt of mikið upp,"
sagði Daníel og hló.

Kemur það þér á óvart að hann sé orðinn hluti af þjálfarateymi A-landsliðsins?

„Nei, ekki þannig. Kannski aðeins að það gerðist á þessum tímapunkti, þ.e.a.s þetta snemma á hans þjálfaraferli en mig grunaði að hann myndi verða að hluti af A-landsliðs teyminu á einhverjum tímapunkti."

„Hann og Addi [Arnar Þór Viðarsson] eru flott teymi og ég treysti þeim fyrir því að gera flotta hluti með aðalliðið,"
sagði Daníel.

Sjá einnig:
Daníel: Fyrsta sinn sem ég hef verið 'shame-aður' fyrir atgervi mitt
Athugasemdir
banner
banner