Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 30. desember 2020 21:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekkert verið rætt um að hlé verði gert á úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
„Úrvalsdeildin hefur ekki rætt þann möguleika að hlé verði gert á úrvalsdeildinni og enginn áform eru um slíkt," segir í tilkynningu frá úrvalsdeildinni sem birt var fyrir skemmstu.

Einhverjar tillögur um mögulegt tveggja vikna hlé í janúar höfðu heyrst en forráðamenn úrvalsdeildarinnar virðast ekki á þeim buxunum.

Tíðni smita hefur aukist og metfjöldi smita greindist eftir prófanir á mánudag.

„Deildin hefur áfram trú á þeim sóttvarnarreglum sem nú eru í gildi vegna Covid-19 og stefnt er á að leikir fari fram eins og áætlað er," segir einnig í tilkynningunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner