mið 30. desember 2020 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Everton reitt út af þróun mála - Hvers vegna var leiknum frestað?
Manchester City hefði getað teflt fram fjórtán manna leikmannahópi
Manchester City hefði getað teflt fram fjórtán manna leikmannahópi
Mynd: Getty Images
Menn hjá Everton eru reiðir í kjölfar frestunar á leik liðsins gegn Manchester City í gær. Leiknum var frestað vegna hópsmits hjá Manchester City.

Reiðin snýst að því að nú í dag, tveimur dögum seinna, fékk City grænt ljós á að byrja æfa á ný. Everton krafðist á mánudaginn svara, hvers vegna leiknum væri frestað. Svokölluð fjórtán manna regla á að vera í gildi en ekki virðist vera farið eftir henni í frestunum síðustu daga.

Sjá einnig:
Reiði hjá félögum vegna frestanna á leikjum

Það er Daily Mail sem greinir frá þessu í kvöld. Everton furðar sig á því hvernig málið hefur verið tæklað, sérstaklega hvað varðar takmarkaða upplýsingagjöf frá bæði deildinni og City.

Everton hefur ekki enn fengið almennilega útskýringu á þvi hvers vegna leiknum var frestað þrátt fyrir að City hefði getað teflt fram fjórtán leikmönnum.

Everton mun sýna fulla samúð í garð City og þeim aðilum sem eru smitaðir ef það verður staðfest að eina lausnin var að fresta leiknum. Everton vill þó eftir að City fékk leyfi til að æfa, enn meir en áður, komast til botns í málinu og fá almennileg svör.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner