Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 30. desember 2020 18:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Birkir fullkomnaði endurkomu Brescia
Birkir í leik gegn Pescara á dögunum.
Birkir í leik gegn Pescara á dögunum.
Mynd: Getty Images
Spal 2 - 3 Brescia

Það var Íslendingurinn Birkir Bjarnason sem tryggði Brescia endurkomusigur gegn Spal í ítölsku B-deildinni í dag.

Birkir kom inn á í stöðunni 2-2 á 76. mínútu. Ellefu mínútum seinna skoraði hann eftir undirbúning frá Florian Aye og reyndist það sigurmark leiksins. Spal leiddi bæði 1-0 og 2-1 í leiknum en gestirnir náðu að jafna í tvígang og vinna sigur.

Birkir byrjaði gegn Empoli í síðustu umferð og byrjaði á bekknum í dag. Þetta er hans annað mark á tímabilinu og hafa þau bæði komið í þessum mánuði. Hann kom einnig inn sem varamaður þegar hann skoraði fyrra markið sitt.

Brescia er í tíunda sæti deildarinnar með 21 stig en ekki öll lið deildarinnar hafa leikið sextán leiki líkt og Brescia.
Athugasemdir
banner
banner