Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 30. desember 2020 22:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Bjarki lék í svekkjandi jafntefli hjá Venezia - Monza vann
Mario Balotelli
Mario Balotelli
Mynd: Getty Images
Chievo og Venezia gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í ítölsku Serie B.

Gestirnir frá Feneyjum komust yfir á 10. mínútu með marki frá Francesco Forte og leiddu gestirnir allt fram í uppbótartíma seinni hálfleiks.

Bjarki Steinn Bjarkason kom inn á sem varamaður í liðið Venezia á 66. mínútu. Óttar Magnús Karlsson var ónotaður varamaður hjá gestunum.

Jöfnunarmark leiksins koma á þriðju mínútu uppbótartíma og var það Guillaume Gigilotti sem jafnaði leikinn fyrir heimamenn. 1-1 jafntefli niðurstaðan. Venezia er í 8. sæti deildarinnar á meðan Chievo fer upp fyrir Brescia og í 9. sætið. Chievo hefur leikið tveimur leikjum færra.

Fyrr í dag vann Monza 3-0 gegn Salernitana í toppbaráttuslag. Mario Balotelli skoraði fyrsta mark leiksins snemma leiks en þetta var fyrsta mark hans fyrir Monza.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner