mið 30. desember 2020 15:04
Elvar Geir Magnússon
Jón Ingason framlengir við ÍBV
Jón Ingason.
Jón Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Ingason hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við ÍBV og verður hjá Eyjaliðinu út tímabilið 2022.

Jón er 25 ára varnarmaður sem er uppalinn hjá ÍBV.

„Jonni sneri til baka fyrir liðið tímabil eftir dvöl hjá Grindavík og skólagöngu í Bandaríkjunum. Endurkoma Jonna var það vel lukkuð að hann var valinn leikmaður ársins en hann sýndi bæði öflugan varnarleik og mikla hvatningu inni á vellinum. Þá tókst honum að skora þrjú mörk í sumar," segir á heimasíðu ÍBV.

„Knattspyrnuráð lýsir yfir ánægju með lengdan samning og óskar Jonna til hamingju með framlenginguna. Áfram ÍBV!"

ÍBV lék undir væntingum í sumar og hafnaði í sjötta sæti Lengjudeildarinnar eftir að hafa verið spáð upp í Pepsi Max-deildina. Liðið fékk öflugan liðsstyrk nýlega þegar Eiður Aron Sigurbjörnsson kom frá Val.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner