Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 30. desember 2020 10:40
Elvar Geir Magnússon
Lægsti stigafjöldi Barcelona í sautján ár
Ronald Koeman, stjóri Barcelona.
Ronald Koeman, stjóri Barcelona.
Mynd: Getty Images
Barcelona missti af fleiri stigum í gærkvöldi þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Eibar á Nývangi.

Úrslitin gera það að verkum að Börsungar eru í sjötta sæti í La Liga með aðeins 25 stig úr fyrstu 15 leikjunum.

Það er lægsti stigafjöldi sem Barcelona hefur náð í síðan tímabilið 2003-04 undir stjórn Frank Rijkaard þegar liðið var aðeins með 20 stig á þessum tímapunkti.

Það tímabil náði liðið að rétta úr kútnum seinni hluta tímabils og endaði með 72 stig í öðru sæti, fimm stigum frá meisturum Valencia. Liðið fékk að meðaltali 2,2 stig í leik í síðustu 23 leikjum sínum eftir að hafa bara fengið 1,33 stig að meðaltali eftir fyrstu 15 leikjunum.

Þurfa þúsund færi til að skora
Junior Firpo var einn af fáum ljósum punktum Börsunga í leiknum í gær en hann lék í fjarveru Jordi Alba sem tók út leikbann.

„Við þurftum að skapa okkur þúsund færi til að ná að skora og þeir áttu eitt gott færi sem þeir skoruðu úr," segir Firpo.

„Þetta var í takti við tímabilið en það er mikið eftir og við ætlum að snúa þessu við. Við viljum vinna alla leiki."
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 31 24 6 1 67 20 +47 78
2 Barcelona 31 21 7 3 62 34 +28 70
3 Girona 31 20 5 6 63 39 +24 65
4 Atletico Madrid 31 19 4 8 59 36 +23 61
5 Athletic 31 16 9 6 51 29 +22 57
6 Real Sociedad 31 13 11 7 45 33 +12 50
7 Valencia 31 13 8 10 34 32 +2 47
8 Betis 31 11 12 8 38 37 +1 45
9 Getafe 31 9 12 10 37 43 -6 39
10 Villarreal 31 10 9 12 49 54 -5 39
11 Osasuna 31 11 6 14 36 44 -8 39
12 Las Palmas 31 10 7 14 29 35 -6 37
13 Sevilla 31 8 10 13 39 44 -5 34
14 Alaves 31 8 8 15 26 38 -12 32
15 Mallorca 31 6 13 12 25 36 -11 31
16 Vallecano 31 6 13 12 25 38 -13 31
17 Celta 31 6 10 15 33 46 -13 28
18 Cadiz 31 4 13 14 21 41 -20 25
19 Granada CF 31 3 8 20 32 60 -28 17
20 Almeria 31 1 11 19 30 62 -32 14
Athugasemdir
banner
banner
banner