Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 30. desember 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool ræður mann sem Klopp þekkir vel
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur ráðið Andreas Schlumberger til starfa hjá félaginu og mun hann aðallega vinna með leikmönnum sem eru að koma til baka eftir meiðsli.

Hinn 54 ára gamli Schlumberger vann síðast sem styrktarþjálfari hjá Schalke í Þýskalandi en hættir þar til að hefja störf hjá Englandsmeisturum Liverpool.

Schlumberger þekkir Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, vel en þeir unnu saman hjá Borussia Dortmund frá 2011 til 2015. Hann hefur einnig starfað fyrir Nurnberg, Borussia Mönchengladbach, Bayern München og þýska knattspyrnusambandið.

Liverpool hefur átt í miklum meiðslavandræðum og Liverpool lítur svo á að Schlumberger geti undirbúið leikmenn vel í því að komast aftur út á völlinn eftir meiðsli.

Það er erfitt leikjaprógramm í gangi í enska boltanum og á Liverpool, sem er á toppi ensku deildarinnar, leik gegn Newcastle í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner