mið 30. desember 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lovren býður 16 fjölskyldum fría hótelgistingu eftir jarðskjálfta
Mynd: Getty Images
Dejan Lovren, varnarmaður Zenit í Rússlandi, er góðhjartaður einstaklingur.

Það varð stór jarðskjálfti í Króatíu í gær. Upptökin voru nálægt bænum Petrinja, 46 kílómetra suðaustan við Zagreb, höfuðborg landsins.

Eitt barn lést og margir slösuðust. Lovren ákvað að bjóða 16 fjölskyldum frá Petrinja sem misstu heimili sitt að gista á hóteli sem er í hans eigu, endurgjaldslaust.

Frábærlega gert hjá þessum fyrrum varnarmanni Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner