Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 30. desember 2020 14:15
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: Vitum ekki hvort við séum að fara að spila klukkan sex
Mynd: Getty Images
Enn hefur ekki verið staðfest hvort leikur Tottenham og Fulham sem á að vera klukkan 18:00 í dag muni fara fram.

Mourinho setti myndskeið á Instagram þar sem Tottenham liðið sést vera að bíða eftir fréttum. Myndskeiðið er tekið upp klukkan rúmlega 14.

„Leikur klukkan sex... við vitum ekki enn hvort við séum að fara að spila. Besta deild í heimi." skrifar Mourinho.

Covid-19 sýking kom upp hjá Fulham og því er leikurinn í óvissu. Á þriðjudaginn greindust átján manns í ensku úrvalsdeildinni með veiruna en það er hæsta tala síðan skimanir hófust.

Á mánudag var leik Everton og Manchester City frestað vegna smita hjá City.

Scott Parker, stjóri Fulham, er laus úr sóttkví en hann stýrði ekki liði sínu gegn Southampton á öðrum degi jóla eftir að aðili í fjölskyldu hans greindist með Covid-19.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner