banner
   mið 30. desember 2020 16:00
Elvar Geir Magnússon
Rétt hjá Zidane að losa sig við James og Bale
Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane.
Mynd: Getty Images
Spænska blaðið Marca segir að vandræði James Rodriguez og Gareth Bale í ensku úrvalsdeildinni sanni að Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, hafi gert rétt með því að losa sig við leikmennina.

Leikmennirnir voru ekki í stórum hlutverkum hjá Real Madrid en þó með háar launatölur.

James fór frábærlega af stað undir stjórn Carlo Ancelotti hjá Everton, skoraði þrjú mörk og átti þrjár stoðsendingar í fyrstu fimm leikjunum. En meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum að undanförnu.

Það eru meiðsli hans sem gera að verkum að Marca skýtur á kólumbíska leikmanninn og segir að Zidane hafi gert rétt með að losa sig við hann.

Bale hefur alltaf fengið harða gagnrýni í spænskum fjölmiðlum en hnévandræðin sem voru að hrjá hann í Madríd eru enn staðar eftir að hann gekk í raðir Tottenham. Hann lék ekki í 1-1 jafnteflinu gegn Wolves í síðustu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner