Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 30. desember 2020 18:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segja Fosu-Mensah hafa neitað nýjum samningi - Líklega á leið burt
Mynd: Getty Images
Núgildandi samningur Hollendingsins Timothy Fosu-Mensah við Manchester United rennur út næsta sumar. Fosu verður 23 ára 2. janúar en hann hefur einungis tekið þátt í sextán deildarleikjum frá því hann lék fyrst fyrir aðalliðið árið 2016. Hann kom til United frá Ajax árið 2014.

Samkvæmt heimildum enskra miðla hefur hann fengið samningstilboð sem hljóðar upp á nýjan þriggja og hálfs árs samning.

Samkvæmt heimildum Daily Mail þá hefur Fosu neitað samningstilboðinu. Á föstudag, fyrsta janúar, má hann ræða við félög erlendis um samning sem tæki gildi næsta sumar. Hann færi þá á frjálsri sölu.

Úrvalsdeidlarfélög, Marseille, Mónakó og Hertha Berlin eru meðal félaga sem hafa áhuga á Hollendingnum.

Fosu-Mensah hefur spilað einn leik í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð þegar hann byrjaði óvænt gegn Crystal Palace í fyrsta leik tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner