Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 30. desember 2020 22:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spánn: Real mistókst að vinna gegn Elche
Carvajal svekktur með sjálfan sig
Carvajal svekktur með sjálfan sig
Mynd: Getty Images
Elche 1 - 1 Real Madrid
0-1 Luka Modric ('20 )
1-1 Fidel ('52 , víti)

Elche tók á móti Real Madrid í lokaleik dagsins í spænsku La Liga. Niðurstaðan var 1-1 jafntefli.

Fyrri úrslit í dag:
Þrjú rauð í sigri Granada
Skallamark Suarez dugði gegn Getafe

Luka Modric kom Spánarmeisturunum yfir þegar hann fylgdi á eftir frábæru skoti Marco Asensio á 20. mínútu. Þrumuskot Asensio fór af þverslánni og skallaði Modric boltann í netið.

Real leiddi í hálfleik en á 52. mínútu skoraði Fidel úr vítaspyrnu og jafnaði leikinn eftir að Dani Carvajal hafði gerst brotlegur inn á vítateig Real.

Elche var liðið sem átti bestu færin það sem eftir lifði leiks en inn vildi boltinn ekki. Heilt yfir var Real hættulegra í leiknum en það dugði ekki til.

Real endar árið í næstefsta sæti, tveimur stigum á eftir Atletico sem á tvo leiki til góða.
Athugasemdir
banner