Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 30. desember 2020 20:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spánn: Skallamark Suarez dugði gegn Getafe
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum lauk um klukkan 20:00 í spænsku La Liga. Atletico Madrid vann heimasigur á Getafe og Celta lagði Huesca á heimavelli.

Luis Suarez skoraði eina mark leiksins á Wanda Metropolitano með skalla. Markið kom á 20. mínútu eftir undirbúning frá Yannick Carrasco, áttunda mark Suarez á leiktíðinni. Lítið var um færi í leiknum en fimm tilraun rötuðu á markið í leiknum.

Í Vigo voru það þeir Nolito og Iago Aspas sem sáu til þess að heimamenn unnu sigur á Huesca. Jaime Seoane minnkaði muninn undir lok leiks. Huesca endar árið í botnsætinu en Celta er í 8. sætinu.

Atletico endar árið á toppnum með 35 stig en Real Madrid getur jafnað toppliðið að stigum með sigri gegn Elche í kvöld. Atletico á þá leik til góða á Real.

Fyrri úrslit í dag:
Þrjú rauð í sigri Granada

Atletico Madrid 1 - 0 Getafe
1-0 Luis Suarez ('20 )

Celta 2 - 1 Huesca
1-0 Nolito ('33 )
2-0 Iago Aspas ('61 )
2-1 Jaime Seoane ('84 )
Athugasemdir
banner