Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 30. desember 2020 23:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Veldur fjarvera van Dijk því að lið þora að sækja gegn Liverpool?
Eftir leik í kvöld
Eftir leik í kvöld
Mynd: Getty Images
Virgil er í endurhæfingu
Virgil er í endurhæfingu
Mynd: Getty Images
Sam Meade var fréttaritari Mirror þegar Newcastle tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Meade taldi upp fimm áhugaverða umræðupunkta í kjölfar leiksins.

Fyrsti punktur sneri að Mo Salah. Meade segir að Salah sé yfirleitt sá maður sem Liverpool vill að fái færin en í kvöld náði hann ekki að koma boltanum í netið.

Meade segir þá að þetta sé einungis annar leikurinn sem hann man eftir hjá Liverpool þar sem Salah er ein aðalástæðan fyrir töpuðum stigum. Hitt skiptið var gegn Everton á síðasta ári.

Í kvöld fékk Mo Salah dauðafæri sem Karl Darlow varði og þá skaut hann framhjá eftir sendingu Roberto Firmino.

Annar punktur var um markalausa jafnteflið. Það er það fyrsta milli þessara félaga í 73 leikjum. Síðast gerðist það árið 1974 þegar Jurgen Klopp var sex ára gamall.

Þriðji punkturinn var með fyrirsögnina: „Getur þú sótt gegn Liverpool?"

„Einfalda svarið er já, en þá snýst það um meiðslavandræðin í vörninni," skrifar Meade.

„Ef Virgil van Dijk væri í vörninni þá væri svarið líklega allt annað. Það er áhugavert hvernig Newcastle leið eins og það gæti sótt gegn Liverpool. Leikmenn voru meira en viljugir að opna sig og sækja."

„Þrátt fyrir að Liverpool hafði verið meira með boltann þá nýtti Newcastle sín tækifæri á að pressa á vörn Liverpool í kvöld. Klopp þarf að eiga við aukna trúa andstæðinganna vegna fjarveru van Dijk."


Fjórði punktur Meade sneri að því að Callum Wilson væri von Newcastle fram á við og lokapunkturinn var sá að enginn ríkjandi meistari hefur unnið á St. James' Park síðan 2014.
Athugasemdir
banner
banner