Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 30. desember 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vonast til að Man Utd kaupi Grealish og Sancho á næsta ári
Sancho í leik gegn Íslandi á Laugardalsvelli.
Sancho í leik gegn Íslandi á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Louis Saha með Gary Neville.
Louis Saha með Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Louis Saha, fyrrum sóknarmaður Manchester United, vonast til þess að félagið kræki í ensku landsliðsmennina Jadon Sancho og Jack Grealish á næsta ári.

Sancho, sem er kantmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, og Grealish, sem er miðjumaður Aston Villa á Englandi, hafa báðir verið orðaðir við Man Utd á þessu ári.

Man Utd reyndi að kaupa Sancho síðasta sumar en Dortmund vildi ekki selja hann nema fyrir 120 milljónir evra. Man Utd var ekki tilbúið að borga það. Grealish gerði nýjan samning við Villa síðasta sumar og ákvað að vera áfram í Birmingham.

„Það er óheppilegt að Man Utd tókst ekki að fá Jack Grealish og Jadon Sancho síðasta sumar vegna þess að þeir eru tveir stórkostlegir leikmenn," sagði Saha við LadBrokes.

„Ég veit minna um Grealish en ég held að hann myndi smellpassa í liðið... Sancho er ótrúlegur leikmaður."

Saha er mjög hrifinn af Sancho og væri til í að sjá hann vinna með Bruno Fernandes. „Sem sóknarmaður veistu að þú myndir skora fullt af mörkum með þessa tvo í þínu liði."

„Man Utd keypti þá ekki síðasta sumar en vonandi fær félagið annað tækifæri til þess bráðlega. Ef ég mætti bara velja einn þá myndi ég taka Sancho."

Grealish hefur verið mjög flottur í liði Aston Villa á tímabilinu, en Sancho hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í Þýskalandi og ekki náð að skora í deildinni til þessa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner