Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 31. janúar 2019 21:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ási Arnars: Það er uppbygging framundan í Grafarvogi
Ásmundur Arnarsson.
Ásmundur Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var okkar slakasti leikur á árinu," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir 3-0 tap gegn Fylki undanúrslitunum í Reykjavíkurmótinu í dag.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 Fylkir

„Þeir hafa staðið sig vel hingað til strákarnir, höfum átt fína leiki, en ekki í dag. Við vorum slakir í dag, við vorum að gera alltof mikið af mistökum. Leikurinn var heilt yfir frekar slakur af okkar hálfu. Engu að síður var það vafasamt víti sem hleypir þeim yfir. Okkur fannst Beggi taka boltann hreint og því ekki um víti að ræða."

„Svo kemur horn strax í framhaldinu og þeir komast í 2-0. Svo kemur annað mark upp úr horni í seinni hálfleik. Þetta hefði kannski getað þróast öðruvísi, en frammistaðan engu að síður ekki nógu góð."

Ási er mættur aftur til Fjölnis eftir að hafa þjálfað þar síðast 2011.

„Það eru örfáir hérna sem ég kannast við frá fyrri tíð. Svo eru margir ungir og efnilegir, hópurinn er að langmestu leyti samansettur af þeim. Það er uppbygging framundan í Grafarvogi. Við ætlum að reyna að gera sem best úr þessum efniviði og skoða hvaða möguleika við höfum sem styrkingar."

„Mér finnst hópurinn skemmtilegur, þetta eru flottir strákar og gaman að vinna með þá."

Þrátt fyrir að það sé uppbygging í gangi þá stefnir Fjölnir á að komast aftur upp í Pepsi-deildina.

„Þú ert ekki bara þarna til að vera með. Ef það tekst í ár þá er það frábært, en uppbygging getur tekið tíma," sagði Ási.

Viðtalið er í heild sinni hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner