Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 31. janúar 2020 09:35
Magnús Már Einarsson
Bale óvænt á leið aftur til Tottenham?
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur trú á að félagið geti fengið Gareth Bale aftur í sínar raðir frá Real Madrid í dag. The Times segir frá þessu.

Bale er með 500 þúsund pund á viku hjá Real Madrid en Tottenham telur að hægt sé að ná samningum við hann.

Daniel Levy, formaður Tottenham, er sagður vera farinn til Madrid til að ræða við Florentino Perez forseta Real Madrid.

Hinn þrítugi Bale sló í gegn hjá Tottenham áður en Real Madrid keypti hann á 85 milljónir punda árið 2013. Hann varð þá dýrasti leikmaður sögunnar.
Athugasemdir
banner
banner