Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 31. janúar 2020 12:20
Magnús Már Einarsson
Joshua King vill fara til Manchester United
Mynd: Getty Images
Norski framherjinn Joshua King vill fara frá Bournemouth og ganga í raðir Manchester United en David Ornstein á The Athletic segir frá þess.

Bournemouth hafnaði fyrsta tilboði frá United í King en ekki er útilokað að annað tilboð komi í dag.

Hinn 28 ára gamli King þekkir til hjá Manchester United því hann var á mála hjá félaginu frá 2009 til 2013 og spilaði meðal annars í varaliði félagsins undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.

King fór á þeim tíma oft á lán en hann lék síðan með Blackburn í tvö ár áður en Bournemouth keypti hann árið 2015.

Bournemouth ku vera að skoða möguleika á að fá nýjan framherja ef félagið ákveður að selja King síðar í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner