Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 31. janúar 2020 10:20
Magnús Már Einarsson
Newcastle mistókst að fá mann á 40 milljónir punda
Boubakary Soumare.
Boubakary Soumare.
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, stjóri Newcastle, staðfesti á fréttamannafundi í dag að félagið hafi reynt að fá miðjumann í sínar raðir á 40 milljónir punda í síðustu viku.

Bruce hefur verið öflugur á leikmannamarkaðinum í janúar en hann náði ekki að fá umræddan miðjumann í sínar raðir.

„Því miður vildi leikmaðurinn vera áfram þar sem hann er," sagði Bruce.

„Ég get ekki gefið ykkur nafnið, þið verðið að finna það sjálfir. Hann var númer eitt á óskalistanum okkar."

Enskir fjölmiðlar segja að leikmaðurinn sem um ræðir sé Boubakary Soumare, miðjumaður Lille. Félögin höfðu náð saman en Soumare vildi ekki fara frá franska félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner