Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. janúar 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Giroud hafnaði Newcastle
Giroud vill fara með franska landsliðinu á EM næsta sumar.
Giroud vill fara með franska landsliðinu á EM næsta sumar.
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá því að Olivier Giroud hafi hafnað því að ganga til liðs við Newcastle United í gær.

Giroud vill ólmur komast frá Chelsea enda er sóknarmaðurinn reyndi í baráttu við Michy Batshuayi um sæti á varamannabekknum.

Hann vill þó ekki fara til félags í enska boltanum sem er statt utan höfuðborgarsvæðisins. Hann vill ganga til liðs við Tottenham sem vantar sóknarmann útaf meiðslum Harry Kane.

Tottenham er þó ekki talið hafa mikinn áhuga á Giroud og er félagið að reyna að ganga frá kaupum á öðrum sóknarmönnum. Félagið reyndi við Krzysztof Piatek sem er kominn til Hertha Berlin og þá hefur Willian Jose verið nefndur til sögunnar.

Giroud er reiðubúinn til að flytja erlendis og gæti enn ræst úr félagaskiptum hans til Inter sem er í toppbaráttunni á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner