Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 31. janúar 2020 10:07
Magnús Már Einarsson
Solskjær reiknar ekki með að fá nýjan leikmann í dag
Mynd: Getty Images
„Ég held að við munum ekki gera frekari viðskipti," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, á fréttamannafundi nú rétt í þessu.

Solskjær hefur verið að skoða að bæta við framherja en Bournemouth hafnaði tilboði frá United í Joshua King.

Solskjær vill fá framherja til að fylla skarð Marcus Rashford sem er frá keppni vegna meiðsla.

Normaðurinn er hins vegar ekki bjartsýnn á að fá nýjan framherja í dag.

„Janúar hefur alltaf verið erfiður mánuður. Ég er ánægður með með þá leikmenn sem ég er með," sagði Solskjær.


Athugasemdir
banner
banner