Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. janúar 2020 10:20
Elvar Geir Magnússon
Zidane útilokar að Bale fari í dag
Gareth Bale.
Gareth Bale.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, útilokar að Gareth Bale yfirgefi félagið í dag.

Talað hefur verið um að Tottenham sé að vinna í því að reyna að fá velska sóknarleikmanninn.

Bale, sem er 30 ára, hefur verið að glíma við meiðsli á tímabilinu en þó leikið tólf leiki í La Liga og skorað tvö mörk.

„Gareth er hérna með okkur og ég treysti á hann. Þetta er ekki möguleiki sem ég er að hugsa um," sagði Zidane á fréttamannafundi í morgun.

Mirror segir þá að samkvæmt sínum heimildum sé útilokað að Bale snúi aftur til Tottenham í dag.

Bale verður í leikmannahópi Real Madrid sem mætir Atletico Madrid í grannaslag á morgun og æfir með liðinu í dag. Real Madrid er þremur stigum á undan Barcelona á toppi La Liga.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 31 24 6 1 67 20 +47 78
2 Barcelona 31 21 7 3 62 34 +28 70
3 Girona 31 20 5 6 63 39 +24 65
4 Atletico Madrid 31 19 4 8 59 36 +23 61
5 Athletic 31 16 9 6 51 29 +22 57
6 Real Sociedad 31 13 11 7 45 33 +12 50
7 Valencia 31 13 8 10 34 32 +2 47
8 Betis 31 11 12 8 38 37 +1 45
9 Getafe 31 9 12 10 37 43 -6 39
10 Villarreal 31 10 9 12 49 54 -5 39
11 Osasuna 31 11 6 14 36 44 -8 39
12 Las Palmas 31 10 7 14 29 35 -6 37
13 Sevilla 31 8 10 13 39 44 -5 34
14 Alaves 31 8 8 15 26 38 -12 32
15 Mallorca 31 6 13 12 25 36 -11 31
16 Vallecano 31 6 13 12 25 38 -13 31
17 Celta 31 6 10 15 33 46 -13 28
18 Cadiz 31 4 13 14 21 41 -20 25
19 Granada CF 31 3 8 20 32 60 -28 17
20 Almeria 31 1 11 19 30 62 -32 14
Athugasemdir
banner