Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 31. janúar 2023 14:38
Elvar Geir Magnússon
Telur það örvæntingu hjá Man Utd að reyna við Sabitzer
Mynd: Getty Images
Manhester United er í viðræðum við Bayern München um austurríska miðjumanninn Marcel Sabitzer.

United vill fá Sabitzer í ljósi meiðsla Christian Eriksen sem verður lengi frá. Helst vill United fá Sabitzer á lánssamningi.

„Marcel Sabitzer kemst ekki í liðið hjá Bayern München. Ég veit að þeir eru með tvo trausta leikmenn á miðsvæðinu en ef hann væri það góður þá væri hann að veita þeim samkeppni. Mér finnst þetta líta út eins og örvænting hjá Manchester United. Félagið hafði engan áhuga á honum 1. janúar," segir Paul Merson, sérfræðingur Sky Sports.

„Þetta er orðin örvænting þegar þú ert að reyna að kaupa varaskeifur frá Bayern München. Ég er ekki viss um að hann geri United betra lið."

Sabitzer hefur verið varamaður hjá Bayern en þýski landsliðsmaðurinn Joshua Kimmich heldur honum á bekknum.
Athugasemdir
banner
banner