Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 31. mars 2020 15:30
Elvar Geir Magnússon
Dejan Lovren til höfuðborgarinnar?
Króatíski varnarmaðurinn Dejan Lovren.
Króatíski varnarmaðurinn Dejan Lovren.
Mynd: Getty Images
Daily Mail segir að króatíski varnarmaðurinn Dejan Lovren hafi áhuga á að færa sig til London en Arsenal og Tottenham munu vera að fylgjast með gangi mála.

Lovren er orðinn varaskeifa hjá Liverpool og vill fá meiri spiltíma. Hann hefur verið sex ár hjá Liverpool og talið er að Jurgen Klopp muni ekki standa í vegi fyrir honum ef hann vill fara.

Að auki á þessi þrítugi leikmaður bara eitt ár eftir af samningi sínum.

West Ham og Crystal Palace hafa áhuga á að fá hann og gætu gert tilboð. Auk þess má búast við tilboðum frá öðrum deildum í Evrópu.

Lovren hefur aðeins spilað níu úrvalsdeildarleiki á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner