Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. mars 2020 22:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Maxi laug að Benitez til að komast til Liverpool
Mynd: Getty Images
Maxi Rodriguez gekk árið 2010 í raðir Liverpool frá Atletico Madrid á frjálsri sölu. Miðjumaðurinn þurfti að sannfæra Rafa Benitez, þáverandi stjóra Liverpool, með eilítið hagræddum sannleik til að fá samning.

Maxi sagði við Benitez að hann vildi komast til draumaliðsins. Benitez vildi fá leikmann sem kynni ensku og sagðist Maxi sannarlega kunna tungumálið.

Maxi spilar í dag með Newell's Old Boys í Argentínu og er 39 ára gamall. „Rafa sagði mér að það væri nauðsynlegt fyrir alla að kunna ensku í klefanum," rifjar Maxi upp.

„Hann spurði mig ef ég kynni tungumálið og ég svaraði: 'að sjálfsögðu kann ég málið, vertu rólegur með það'. Málið var að við ræddum saman á spænsku."

„Ég vildi ekki að viðræðurnar myndu klúðrast svo ég laug smá. Þegar ég mætti til Englands þá var blaðamannafundur og Rafa sagði mér að hann myndi byrja og svo kæmi ég í kjölfarið. Þá greip ég í hendi hans og sagði við hann að ég þyrfti að viðurkenna eitt. 'Ég kann enga ensku, það eina sem ég kann að segja er 'hello''."

„Rafa snöggpirraðist og kallaði mig hálfvita en svo fórum við báðir að hlæja og seinna meir lærði ég ensku. Mér leið vel á Spáni og var fyrirliði Atletico en ég vildi gera allt til að spila á Englandi,"
sagði Maxi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner