Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. mars 2020 23:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tillaga um hóteleinangrun til að klára tímabilið óraunhæf
Mynd: Getty Images
Tillaga kom inn á borð félagana í ensku úrvalsdeildinni um að klára tímabilið með leikmenn hafða í einangrun á hótelum hefur verið merkt sem óraunhæf af sérfræðingi.

Fulltrúar félagana, deildarinnar, knattspyrnusambandsins og leikmannasamtakan munu ræða málin á föstudag og verður tillagan sem nefnd er hér að ofan líklega ekki tekin til greina.

Uppleggið samkvæmt tillögunni var að klára mótið á stuttum tíma í júni fyrir luktum dyrum. Leikmenn hefðu verið í einangrun á hóteli til að vernda þá frá kórónaveirunni.

Leikvangar, hótel og æfingaaðstöður hefðu verið djúprheinsaðar og mótið klárað fyrir miðjan júlí. Ferðalög til og frá hótelum, gæði hótela og aðstöðuleysi er meðal þeirra ástæðna sem Christian Machowski, sérfræðingur í ferðamálum, nefnir.

„Ef svo einn leikmaður myndi veikjast, hvort sem það væri leikmaður eða starfsmaður yrði að hætta við mótið," sagði Christian.

„Þú tekur 20 lið og það er svona mikið undir, þetta er ekki eins og æfingamót."

Nánar er rætt við Christian í grein Mirror í kvöld..
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner