Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 31. maí 2021 19:00
Aksentije Milisic
Aguero: Skref fram á við að fara til Barca
Mynd: Getty Images
Argentínski sóknarmaðurinn Sergio Aguero var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður Barcelona. Aguero kemur til liðsins á frjálsri sölu frá Manchester City en þar átti þessi magnaði framherji frábæra tíma síðustu tíu ár.

Aguero spilaði sinn síðasta leik fyrir City á laugardaginn í úrslitum Meistaradeildarinnar. Því miður fyrir Aguero og City, þá tapaðist leikurinn 1-0 og tókst Aguero ekki áætlunarverk sitt, að vinna Meistaradeildina með Man City.

Þessi 32 ára gamli leikmaður skrifaði undir tveggja ára samning við Börsungar. Hann er mjög sáttur með að vera kominn til Barcelona og segir þetta vera skref fram á við á sínum ferli.

„Við vitum öll að Barcelona er besta félag í heimi svo ég tók rétta ákvörðun með að koma hingað. Ég vona að ég geti hjálpað liðinu," sagði Aguero.

„Auðvitað er þetta skref fram á við hjá mér, ég vona að ég geti lagt mitt að mörkum og hjálpað liðinu að vinna titla."

„Ég mun vera sáttur ef liðinu gegnur vel. Ég vil koma hingað og hjálpa Barcelona að vera í baráttunni um alla stærstu titlana á næstu árum."

Lionel Messi og Sergio Aguero eru mjög góðir vinir og nú eru þeir sameinaðir hjá félagsliði.
Athugasemdir
banner
banner