Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 31. maí 2021 08:40
Elvar Geir Magnússon
Chelsea vill Lukaku aftur - Tottenham vill ráða Conte
Powerade
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: Getty Images
Antonio Rudiger.
Antonio Rudiger.
Mynd: Getty Images
Thiago Silva.
Thiago Silva.
Mynd: Getty Images
Lukaku, Sancho, Dybala, Ödegaard, Saul, Wijnaldum og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Chelsea vill fá sóknarmanninn Romelu Lukaku (28) aftur til félagsins í sumar. Inter er tilbúið að hlusta á tilboð í belgíska sóknarmanninn en fjárhagsvandamál eru hjá félaginu. (Mail)

Manchester United hefur gert munnlegt samkomulag við Jadon Sancho (21) en hefur ekki lagt formlegt tilboð til Dortmund í enska vængmanninn. (Sport1)

Sancho er ofar á óskalista Manchester United en Harry Kane (27). (Mirror)



Tottenham er að vinna að því að ráða Antonio Conte sem nýjan stjóra og Fabio Paratici, íþróttastjóra Juventus, sem nýjan yfirmann fótboltamála. (sport Italia)

Thomas Tuchel er nálægt því að gera nýjan samning við Chelsea eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í Meistaradeildinni. Þjóðverjinn mun fá samming til 2023 með möguleika á einu ári til viðbótar. (Guardian)

Antonio Rudiger (28), varnarmaður Chelsea, á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum. Tottenham vill fá þýska varnarmanninn en gæti fengið samkeppni frá Paris St-Germain. (Mirror)

Arsenal þarf að borga Real Madrid 60 milljónir evra fyrir norska miðjumanninn Martin Ödegaard (22) ef félagið ætlar að kaupa hann. Ödegaard var lánaður til Arsenal á liðnu tímabili. (Defensa Central)

Svissneski miðjumaðurinn Granit Xhaka (28) hjá Arsenal segist í skýjunum með áhuga frá Jose Mourinho, stjóra Roma, en að hann sé ánægður hjá Lundúnafélaginu. (Blick)

Argentínski sóknarleikmaðurinn Paulo Dybala (27) er að fara í nýjar samningaviðræður við Juventus. Massimilian Allegri leggur áherslu á að halda Dybala. (Goal)

Spænski miðjumaðurinn Saul Niguez (26) hjá Atletico Madrid vill frekar fara til Manchester United en Juventus eða Paris St-Germain í sumarglugganum. (Mirror)

Hollenski miðjumaðurinn Gini Wijnaldum (30) hefur ekki gengið frá skiptum til Barcelona en ann segist vera upptekinn af því að kveðja Liverpool. (ESPN)

Það tefst fyrir Barcelona að fá Wijnaldum því Frank de Boer, landsliðsþjálfari Hollands, vill ekki hleypa starfsmönnum Barcelona í æfingabúðirnar fyrir EM alls staðar. (Voetbal)

Thiago Silva (36) verður hjá Chelsea eitt tímabil í viðbót en hann hjálpaði liðinu að vinna Meistaradeildina. (Evening Standard)

Tilraunir Arsenal til að fá portúgalska sóknarmanninn Tiago Tomas (18) eru í óvissu eftir að enska félaginu mistókst að landa Evrópusæti. (Sun)

Seger Aurier (28) segir vera á förum frá Tottenham í sumar. Paris St-Germain og AC Milan eru meðal félaga sem hafa áhuga. (L'Equipe)

Watford vill kaupa sóknarleikmanninn Eddie Nketiah (22) frá Arsenal. Nketiah á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal sem vill fá 15 milljónir punda fyrir hann. (Sun)

West Ham, Newcastle og Roma hafa áhuga á spænska sóknarmanninum Gerard Moreno (29) hjá Villarreal. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner