Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 31. maí 2021 08:00
Elvar Geir Magnússon
Copa America án gestgjafa þrettán dögum fyrir mót
Copa America verður ekki í Argentínu.
Copa America verður ekki í Argentínu.
Mynd: Getty Images
Copa America, Suður-Ameríku bikarinn, fer ekki fram í Argentínu eins og til stóð. Covid-19 ástandið í Argentínu er sérstaklega slæmt og því hefur knattspyrnusamband Suður-Ameríku (Conmebol) tekið mótið af landinu.

Upphaflega átti mótið að vera haldið í Argentínu og Kólumbíu en Kólumbía missti gestgjafaréttinn vegna mikilla og harðra mótmæla í garð ríkisstjórnar landsins.

Staðan er því þannig að ekki er vitað hvar Copa America keppnin verður haldin en áætlað er að keppnin verði 13. júní til 10. júlí.

Conmebol segist vera að skoða aðra möguleika og að önnur lönd hafi lýst yfir áhuga á að halda keppnina. Tíu lið taka þátt.

Copa America fór ekki fram 2020 vegna heimsfaraldursins en Brasilía er ríkjandi meistari eftir að hafa unnið keppnina 2019.
Athugasemdir
banner
banner
banner