Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 31. maí 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
„Ekki boðlegt fyrir okkur, sem leikmenn og sem klúbb"
Óttar Bjarni Guðmundsson.
Óttar Bjarni Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn
Skagamenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA var lent 2-0 undir gegn KR á Meistarvöllum í gær eftir einungis þrettán mínútna leik. Þeir Óskar Örn Hauksson og Kjartan Henry Finnbogason skoruðu mörk KR. Það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum neðst.

„KJARTAN HENRY FINNBOGASON er ekki mættur í deildina til þess að leika sér. Kennie og Kjartan komust inn í teig ÍA þar sem Kennie er með boltann og kemst í gegnum varnarmenn ÍA og kemur boltanum á KHF sem skorar af öryggi fram hjá Dino," skrifaði Matthías Freyr Matthíasson á 13. mínútu leiksins þegar Kjartan Henry skoraði sitt fyrsta mark í sumar.

Varnarleikur ÍA var ekki boðlegur í því marki og skrifaði Matthías eftirfarandi á 14. mínútu leiksins:

„Eftir mark KR tóku skagamenn fund á miðjum vallarhelmingi sínum. Ekki vanþörf á. Ef ekki á illa að fara hjá þeim í kvöld, þá þurfa þeir aldeilis að hysja upp sig buxurnar. Þeir eru einfaldlega á hælunum og eiga ekki roð í KR."

Óttar Bjarni Guðmundsson var fyrirliði ÍA í leiknum. Hann var til viðtals á Vísi eftir leikinn og var spurður út í fund Skagamanna.

„Ég var bara að tala um að það að þetta væri ekki boðlegt fyrir okkur, sem leikmenn og sem klúbb, að við þyrftum að þétta okkur sem lið og byrja að spila boltanum með fram jörðinni. Við tókum vel í það en ég ætla að vona að þetta verði síðasti fundurinn okkar á vellinum í sumar," sagði Óttar við Val Pál Eiríksson á Vísi.

Hér að neðan má sjá viðtal við Jóhannes Karl Guðjónsson eftir leikinn í gær.

Lestu um leikinn: KR 3 - 1 ÍA


Jói Kalli: Það er ekki gaman að tapa á móti KR
Athugasemdir
banner
banner